Katalónska poppsöngkonan Rosalía hefur hlotið harða gagnrýni fyrir að nota spænsk orð í stað katalónsku í nýja lagi sínu Milionária.

Ekki sama hvernig talað er um afmæli

Tæplega níu milljón manns hafa hlustað á lagið Milionáraia sem kom út í síðustu viku. Í laginu notar söngkonan orðið cumpleanys, sem þýðir afmæli, sem er komið af spænska orðinu cumpleaños í staðin fyrir katalónska orðið aniversari.

,,Hunskastu"

Rosalía hefur fengið harða útreið á samfélagsmiðlum þar sem fyrrum aðdáendur hennar bölva henni fyrir að hafa hunsað katalónskuna og vera og hlynnt spænsku.

"Frægasti katalónski listamaður heimsins syngur í fyrsta sinn í katalónsku og notar málvillu eins og cumpleanys," segir leikarinn Ignasi Guasch á Twitter og hvetur söngkonuna til að hypja sig.

Sjá má nýja lag Rosalía hér: