Á vef Smartlands undir liðnum samskipti, segir frá ungum karlmanni sem hefur áhyggjur af óraunhæfum væntingum kærustu sinnar um kynlíf sem hún vill stunda með honum frá morgni til kvölds í fríi sem þau hyggjast fara í.

Maðurinn leitaði ráða hjá sambandsráðgjafa vegna málsins:

„Ég og nýja kær­ast­an mín erum á leið sam­an í frí og hún er alltaf að tala um það að við mun­um stunda kyn­líf öll­um stund­um í frí­inu, frá morgni til kvölds. Við búum ekki sam­an og venju­lega stund­um við kyn­líf þris­var sinn­um í viku. Mér finnst það al­veg nóg. Mér finnst þrýst­ing­ur­inn um að gera það oft­ar smá yfirþyrm­andi. En ég ótt­ast að henni finn­ist fríið mis­heppnað ef við erum ekki alltaf að.“

Svar ráðgjaf­ans:

„Leyfðu kær­ust­unni þinni að hlakka til frís­ins. Oft­ast eru hug­mynd­ir fólks um fríið mun há­leit­ari en raun­veru­leik­inn. Rann­sókn­ir hafa sýnt að þeir sem horfa já­kvæðum aug­um til framtíðar eru lík­legri til þess að vera ham­ingju­sam­ir í nú­inu. Það að setja sér mark­mið um sól, sum­ar og fullt af kyn­lífi er bara gam­an.“

Svar sambandsráðgjafans má lesa í heild sinni á vef mbl.is