Karl Breta­prins er sagður vera tríti­lóður og hafa fryst allar fyrir­ætlanir um sam­töl við Harry Breta­prins og son sinn þar sem sá síðar­nefndi hefur þver­tekið fyrir að opin­bera fyrir föður sínum hvað muni koma fram í væntan­legri bók um ævi Harry.

Þetta full­yrðir breska götu­blaðið The Sun. Ævi­saga prinsins er væntan­leg í út­gáfu í haust en bresk götu­blöð keppast nú við að spá og spe­kúlera hvað um verður rætt í bókinni.

Harry og Meg­han komu á dögunum við í Windsor höll á leið sinni til Hollands þar sem Invictus leikar prinsins fara nú fram. The Sun full­yrðir að Harry hafi þver­tekið fyrir að upp­lýsa föður sinn um hverju ná­kvæm­lega hann ætli að greina frá í bókinni.

Eins og fram hefur komið hafa bresk götu­blöð meðal annars full­yrt að í bókinni muni Harry opin­bera ýmsar full­yrðingar og spurningar sem Kamilla Parker Bow­les hefur við­haft um börn þeirra.

„Væri ekki fyndið ef barnið væri með rauð­hært afró?“ er Kamilla meðal annars sögð hafa spurt og verður sagt frá öllu í bókinni, ef marka má bresku götu­blöðin.

Karl er sagður vera þreyttur á nei­kvæðninni í kringum yngri son sinn. Hann hafi spurt hann hvað verði að frétta í bókinni góðu, en Harry sagt honum að hann þurfi að bíða eftir því að lesa hana eins og allir aðrir. Fundinum hafi því verið slitið eftir einungis tíu mínútur og Harry haldið áfram leið sinni.