Karl Breta­prins hringdi í lög­menn sína í gær vegna full­yrðinga sem birst hafa í fjöl­miðlum um að það hafi verið hann sem spurði út í það hver húð­litur Archie, sonar Meghan og Harry yrði á meðan hún var ó­létt.

Fyrst var greint frá málinu á banda­ríska slúður­miðlinum Pa­geSix í gær. Þar var þetta haft eftir rit­höfundinum Christop­her Ander­sen sem full­yrðir þetta í nýrri bók sinni um konungs­fjöl­skylduna.

Meg­han greindi sjálf frá um­mælunum í heims­frægu við­tali við Opruh Win­frey sem hún og Harry fóru í fyrr á þessu ári. Í bók sinni full­yrðir höfundurinn að um­mælin hafi verið látin falla þann 27. nóvember árið 2017, sama dag og Harry og Meg­han trú­lofuðu sig.

Spurði yfir morgun­matnum

„Ég velti því fyrir mér hvernig börnin þeirra munu líta út,“ er Karl sagður hafa sagt við eigin­konu sína Kamillu yfir morgun­matnum þann dag. Rit­höfundurinn segir að henni hafi brugðið og svarað um hæl að þau yrðu glæsi­leg, hún væri viss um það.

Þá á Karl að hafa lækkað rödd sína og sagt að hann meinti litar­hátt húðar þeirra, hvernig hann yrði á litlinn.

Segir þetta vit­leysu

Tals­menn bresku konungs­fjöl­skyldunnar segja full­yrðingarnar upp­spuna frá rótum. Karl hafi þegar kallað til lög­menn vegna málsins í gær­kvöldi og muni í hið minnsta í­huga að stefna rit­höfundinum.

Bresk götu­blöð hafa í dag komið Karli til varnar. Þannig hefur The Sun eftir rit­höfundinum Ingrid Seward, sem hefur skrifað þó nokkrar bækur um konungs­fjöl­skylduna, að um sé að ræða hel­bera vit­leysu.

„Ég held að Karl hljóti að vera afar gáttaður og pirraður á þessum full­yrðingum vegna þess að hann er allt nema ras­isti.“