Karl Filippus Svíaprins og eiginkona hans Soffía prinsessa hafa greinst með Covid-19. Sænska konungsfjölskyldan tilkynnti þetta á vefsíðu sinni í morgun.

Í tilkynningunni kemur fram að hjónin sýni væg einkenni en líði vel miðað við aðstæður. Þau eru í einangrun ásamt börnum sínum tveimur.

Karl Gústav Svía­konungur, Silvía drottning, Viktoría krónprinsessa og eiginmaður hennar Daníel prins fara öll í sýnatöku í dag vegna smitanna. Upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar segir í samtali við Aftonbladet að fjölskyldan hafi hist við jarðarför síðastliðinn föstudag.