Karl konungur tók formlega við bresku krúnunni í gær þegar hann skrifaði undir embættistökuyfirlýsingu í Sankti Jakobs­höll í Lundúnum.

Við athöfnina, stuttu áður en hann skrifaði undir, náðust myndbönd af honum sem hafa farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Nýji konungurinn hefur sætt mikilli gagnrýni vegna hátternis síns sem sést á myndböndum þessum, sem koma að öllum líkindum beint úr sjónvarpsútsendingu frá viðbruðinum.

Þar sést Karl, hvass á svip, gefa aðstoðarfólki bendingar um að taka til á borðinu sínu, þar sem hann átti stutt síðar eftir að skrifa undir yfirlýsinguna.

Það sem Karl á að hafa viljað fá í burtu af borðinu voru skriffæri sem hann á að hafa fengið í gjöf frá sonum sínum, Vilhjálmi og Harry bretaprinsum.

Hann hefur verið gagnrýndur fyrir hegðunina sem birtist í myndböndunum af fjölda netverja, en einhverjum þykir hann birtast sem yfirlætislegur og snobbaður.

Karl, sem er 73 ára gamall, tók við krúnunni af Elísabetu, móður sinni, sem lést í vikunni, 96 ára gömul. Hún hafð verið drottning í sjötíu ár.