Í nýrri bók eftir Christopher Andersen um líf þeirra Vilhjálms, Katrínar, Harry og Meghan er því haldið fram að Karl Bretaprins, faðir Vilhjálms og Harry, hafi verið sá sem hafi velt því fyrir sér hvernig húð afkomendur Meghan Markle og Harry yrðu og þannig sett af stað deilur innan fjölskyldunnar sem enduðu með því að Harry og Meghan slitu sig frá konungsfjölskyldunni.

Fram kemur í bókinni að um morguninn þann 27. Nóvember, sem er sami dagur og trúlofun Harry og Meghan var tilkynnt, hafi Karl sagt við Kamillu, eiginkonu sína: „Ég velti því fyrir mér hvernig börnin þeirra munu líta út“ og að henni hafi brugðið og svarað um hæl að þau yrðu glæsileg, hún væri viss um það.

Þá á Karl að hafa lækkað rödd sína og sagt að hann meinti litarhátt húðar þeirra, hvernig hún yrði á litlinn.

Talsmaður Karls Bretaprins sagði þetta skáldað og að hann ætlaði ekki að svara fyrir það frekar. Talsmaður Harry og Meghan svaraði ekki fyrirspurnum um athugasemdir varðandi þetta.

Meghan Markle opnaði sig um þetta mál í viðtali hjá Opruh Winfrey en aldrei hefur verið greint frá því opinberlega hver nákvæmlega á að hafa sagt þetta. Greint er frá á Page Six.