Karl Breta­prins er smitaður af kóróna­veirunni, að því er fram kemur í frétt breska götu­blaðsins The Sun. Prinsinn, sem er 71 árs gamall, er lík­legast í á­hættu­hópi vegna veirunnar.

Í til­kynningu frá bresku konungs­fjöl­skyldunni kemur fram að prinsinum heilsist vel þrátt fyrir smitið. „Hann er með væg ein­kenni en er að öðru leyti við góða heilsu og hefur unnið að heiman síðustu daga eins og ekkert hafi í skorist,“ segir í til­kynningunni.

Karl gengur þar með í hóp ýmissa frægra ein­stak­linga sem greinst hafa með veiruna líkt og Tom Hanks, I­dris Elba og Olgu Kury­len­ko. Þá hefur drottningin sömu­leiðis hætt við alla sína fundi vegna veirunnar, sem er eins­dæmi í valda­tíð hennar.