Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar saknar kisunnar sinnar hans Huginns. Þetta kemur fram í Face­book færslu hjá okkar manni þar sem hann lýsir eftir kettinum.

„Fé­lagi minn og fóst­bróðir hann Huginn er týndur. Það er ein­manna­legt að sitja yfir kaffi­bolla og geta ekki rætt við hann heim­speki og vanda­mál líðandi stundar.

Ef þið hafið séð til hans gerið mér þann greiða að hringja í mig í síma 863-1921. s Hann á heima að Fagra­þingi 5 í Kópa­vogi sem er ekki langt frá Elliða­vatni,“ skrifar Kári.

Hann lætur það ekki duga heldur lætur ljóð fylgja:

„Lífið út í Hróa hött
horfin sólin bjarta
er ég sit og syrgi kött
sorg í gömlu hjarta.“

Posted by Kari Stefansson on Friday, 23 October 2020