Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir hádegistónleikum með íslenskum organistum alla fimmtudaga í sumar til 20. ágúst.

Á tónleikum fimmtudaginn 9. júlí kl. 12.30 leikur Kári Þormar, organisti í Dómkirkjunni, Mars og úr Plánetunum eftir G. Holst, Adagio í C-dúr eftir W.A. Mozart, Prelúdíu og fúgu í G-dúr og Vater unser in Himmelreich eftir Böhm, verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur og Finale úr 6. sinfóníu Ch.M. Widor.

Eftir píanónám hjá Jónasi Ingimundarsyni og orgelnám hjá Herði Áskelssyni, hélt Kári Þormar í framhaldsnám til Þýskalands, þar sem hann lauk A-kirkjutónlistarnámi frá Robert Schumann háskólanum í Düsseldorf með 1. einkunn. Kári hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi sem organisti, píanókennari og kórstjóri, en á þeim vettvangi var hann tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna með Kór Áskirkju fyrir geisladiskinn Það er óskaland íslenskt. Kári tók við stöðu dómorganista árið 2010.