Bandaríski tónlistarmaðurinn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Ye, einnig þekktur sem Kanye West, sást yfirgefa veitingastað í Miami í fylgd með Jared Kushner, tengdasyni Donald Trump.

Ekki er vitað hvað mennirnir tveir ræddu en þeir hafa áður hist. Eftir örlagaríkan fund milli þeirra árið 2018 fékk raunveruleikastjarnan og fyrrverandi eiginkona Ye, Kim Kardashian, fund með þáverandi forsetanum Trump til að ræða aðgerðir í máli lífstíðarfanga.

Ye hefur áður lýst yfir stuðningi sínum við Trump, sem fór illa í Kim Kardashian.

Tónlistarmaðurinn bauð sig einnig fram til forseta árið 2020 en dró svo framboð sitt til baka eftir að fjölskylda hans lýsti yfir áhyggjum af andlegri heilsu hans.

Jared Kushner fékk starf sem einn helsti ráðgjafi Hvíta hússins eftir að tengdafaðir hans, Donald Trump, varð forseti.