Kanye West hefur miklar á­hyggjur af því að kærasti Kim Kar­dashian, Pete David­son, muni gera hana háða eitur­lyfjum. Þetta kemur fram í færslu sem Kanye West birti á Insta­gram fyrr í dag.

Kanye West skrifar í færslunni: „Ég hef miklar á­hyggjur af því að SKETE muni gera barns­móður mína háða eitur­lyfjum. Hann fer í með­ferð á tveggja mánaða fresti“. Kanye West hefur kallað Pete David­son, Skete, allt frá því að fregnir bárust af því að David­son og Kim Kar­dashian væru að hittast.

Pete David­son hefur verið hrein­skilinn þegar kemur að ást hans á kanna­bis en hefur alltaf haldið því fram að hann hafi ekki neyt annara eitur­lyfja. Áður en David­son greindist með jaðar-per­sónu­leika­röskun hélt hann sjálfur að geð­röskun hans væri tengd vanda­málum með eitur­lyf, en svo var ekki, að hans sögn.

Pete David­son hefur nokkrum sinnum farið í með­ferð en það hefur í öll skipti verið vegna and­legra veikinda, en ekki vegna neyslu. Hann hefur hvatt Kanye West sjálfan til að leita hjálpar við geð­hvarfa­sýki sem hann glímir við.

„Leyfðu mér að hjálpa þér maður. Ég glími við and­leg veikindi líka“ á Pete David­son að hafa sent Kanye West. „Þetta er ekki auð­veld ferð“ og „Það er engin skömm í því að leita sér hjálpar“ sendi hann einnig.

Kanye West og Kim Kar­dashian giftust árið 2014 og skildu árið 2022. Saman eiga þau fjögur börn, North, Saint, Chi­cago og Psalm.