Banda­ríski tón­listar­maðurinn og rapparinn Kanye West hefur mikið verið afar um­deildur undan­farin misseri, bæði vegna ó­vin­sælla pólitískra skoðana sem og um­mæla sem ein­kennast af gyðinga­hatri. Að sögn banda­rískra fjöl­miðla hefur kappinn tapað yfir billjón Banda­ríkja­dala í kjöl­farið, en vöru­merkja- og tískurisar á borð við Balenciaga, Adidas og GAP hafa slitið við­skipta­tengslum við hann. TMZ greinir frá.

School of the Art Insti­tute of Chi­cago í Banda­ríkjunum hefur á­kveðið að fylgja að for­dæmi tískurisanna og svipta hann heiðurs­doktors­gráðu sem West hlaut árið 2015 fyrir af­rek sín og fram­lag til listar og menningar.

Sam­kvæmt bréfi sem TMZ hefur undir höndum var á­kvörðun skólans byggð á um­mælum West

„Yfir­lýsingar hans gegn þel­dökku fólki og and­úð hans á gyðingum eru bæði á­mælis­verðar og ó­geðs­legar,“ segir í bréfinu, sem skrifað er af for­seta skólans, Elissa Tenny.

„Sem sam­fé­lag vitum við að það eru mis­munandi skoðanir um hvernig skólinn á að bregðast við, jafn­vel þótt við séum öll sam­mála um að hegðun hans er ó­verjandi með öllu,“ skrifar Tenny.

Sviptingin kemur í kjöl­far um­mæla West í síðustu viku, þar sem hann kom fram á sam­fé­lags­miðlum og stað­hæfði að lýsti yfir ást sinni á bæði Hitler og nas­istum.