Bandaríski tónlistarmaðurinn og rapparinn Kanye West hefur mikið verið afar umdeildur undanfarin misseri, bæði vegna óvinsælla pólitískra skoðana sem og ummæla sem einkennast af gyðingahatri. Að sögn bandarískra fjölmiðla hefur kappinn tapað yfir billjón Bandaríkjadala í kjölfarið, en vörumerkja- og tískurisar á borð við Balenciaga, Adidas og GAP hafa slitið viðskiptatengslum við hann. TMZ greinir frá.
School of the Art Institute of Chicago í Bandaríkjunum hefur ákveðið að fylgja að fordæmi tískurisanna og svipta hann heiðursdoktorsgráðu sem West hlaut árið 2015 fyrir afrek sín og framlag til listar og menningar.
Samkvæmt bréfi sem TMZ hefur undir höndum var ákvörðun skólans byggð á ummælum West
„Yfirlýsingar hans gegn þeldökku fólki og andúð hans á gyðingum eru bæði ámælisverðar og ógeðslegar,“ segir í bréfinu, sem skrifað er af forseta skólans, Elissa Tenny.
„Sem samfélag vitum við að það eru mismunandi skoðanir um hvernig skólinn á að bregðast við, jafnvel þótt við séum öll sammála um að hegðun hans er óverjandi með öllu,“ skrifar Tenny.
Sviptingin kemur í kjölfar ummæla West í síðustu viku, þar sem hann kom fram á samfélagsmiðlum og staðhæfði að lýsti yfir ást sinni á bæði Hitler og nasistum.