Bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West óskar eiginkonu sinni, Kim Kardashian West, til hamingju með að gerast milljarðamæringur. Kanye birti mynd af grænmeti á Twitter og lýsti því yfir að Kim væri orðinn milljarðamæringur.

Kim seldi hluta í snyrtivörufyrirtækinu KKW Beauty til fyrirtækisins Coty Inc fyrir 200 milljónir dala fyrir nokkru. Tímaritið Forbes telur að Kim sé virði 900 milljónir dollara og því ekki milljarðamæringur.

Í fyrra bárust fregnir um að Kylie Jenner, systir Kim, væri yngsti „sjálf­skapaði“ milljarða­mæringur sögunnar. Hún er ekki lengur á milljarðamæringalista Forbes en samkvæmt þeim laug hún til um auðævi sín.

Forsvarsmenn tímaritsins segja að Kylie og fjölskylda hennar hafi „haft mikið fyrir því“ að blekkja tímaritið.

Kim Kardashian seldi stóran hlut í fyrirtækinu sínu KKW Beauty.
Fréttablaðið/Getty images
View this post on Instagram

So blessed and forever grateful 🙏🏼✨

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Hjónin er nú stödd á búgarði sínum í Wyoming að fagna sjö ára afmælisdegi dóttur sinnar, North.