Staðreyndin er sú að aðeins smjör gefur hinn rétta gullinbrúna lit og góða bragð sem einkennir steiktan mat á pönnu. Þetta eru réttu trixin þegar steikja á upp úr smjöri.

Þegar steikja á upp úr smjöri, setjið ávallt smjörið á kalda pönnu. Látið það bráðna, bíðið eftir því að froðan hjaðni og setjið þá fyrst matinn á pönnuna. Ef fitan er ekki nægilega heit steikist maturinn ekki almennilega. Hún þarf að vera það heit að maturinn snöggsteikist, verði gylltur og stökkur. Ef of mikil fita er notuð verður maturinn ekki stökkur og ber keim af djúpsteikingu. Maturinn sem steikja á þarf að vera þurr, annars steikist hann ekki. Ekki á að þerra smjörsteiktan mat á pappír eftir steikingu heldur á hann að haldast rakur og vera með ljúffengu smjörbragði. Smjör brennur auðveldlega við háan hita, þannig að gott er að hita saman 1/3 af olíu og 2/3 af smjöri til að steikja úr án þess að bragðgæðin rýrni.

FBL Húsráð steikja smjör