Enn og aftur brýtur hin nýgifta Meghan Markle blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þegar hún komst á lista yfir þá leikara sem eru taldir líklegir til að hljóta tilnefningu til Emmy verðlaunanna.

Meghan yrði tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í lögfræðiþáttunum Suits, í sjö ár fór hún með hlutverk lögfræðingsins Rachel Zane. Hún hefur ekki áður verið tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn né unnið til verðlauna á því sviði.

Engin meðlimur konungsfjölskyldunnar hefur verið tilnefndur til slikra verðlauna hvað þá unnið til þeirra. Hertogaynjan, sem er 36 ára gaf leiklistina upp á bátinn þegar hún trúlofaðist Harry Bretaprins. 

Sjá frétt Cosmopolitan um málið.