Lífið

Kannski Emmy fyrir Meghan

Hertogaynjan gæti orðið fyrst allra í konungsfjölskyldunni til að fá verðlaun fyrir leiklist.

Fyrrum leikkonan Meghan Markle gæti fengið útnefningu fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum Suits. Fréttablaðið/Getty

Enn og aftur brýtur hin nýgifta Meghan Markle blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þegar hún komst á lista yfir þá leikara sem eru taldir líklegir til að hljóta tilnefningu til Emmy verðlaunanna.

Meghan yrði tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í lögfræðiþáttunum Suits, í sjö ár fór hún með hlutverk lögfræðingsins Rachel Zane. Hún hefur ekki áður verið tilnefnd til verðlauna fyrir leik sinn né unnið til verðlauna á því sviði.

Engin meðlimur konungsfjölskyldunnar hefur verið tilnefndur til slikra verðlauna hvað þá unnið til þeirra. Hertogaynjan, sem er 36 ára gaf leiklistina upp á bátinn þegar hún trúlofaðist Harry Bretaprins. 

Sjá frétt Cosmopolitan um málið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Skjaldarmerki Meghan frumsýnt

Lífið

Meghan borgaði brúðarkjólinn sjálf

Lífið

Meghan setti Harry í megrun

Auglýsing

Nýjast

Fjöl­margir flýja Ís­lenskar sam­særis­kenningar

James Cor­d­en og Ariana Grande flytja óð til Titanic

Veröldin getur alltaf á sig blómum bætt

Fjórgift þremur mönnum, þarf ekki einn til viðbótar

Varð af milljónum eftir hrika­legt klúður í spurninga­þætti

Samdi lítið lag á kassagítar til dóttur sinnar

Auglýsing