Lífið

Kamilla er ekki „vonda stjúpan“

“Okkur þykir vænt um hana,“; Harry Bretaprins ræðir um samband sitt og Kamillu Parker Bowles í nýútkominni ævisögu.

Harry prins segir eiginkonu föður síns ekki vera „vondu stjúpuna“ og þeim Vilhjálmi þyki mjög vænt um hana.

Harry Bretaprins er hreinskilinn í nýútkominni ævisögu um hann „Harry: A Biography of a Prince“ sem blaðamaðurinn Angela Levin ritar. Bókin byggir meðal annars á samtölum þeirra en blaðamaðurinn fylgdi honum eftir við opinberar athafnir í heilt ár. Þvert  á það sem margir halda þá er samband hans og Kamillu eiginkonu föður hans mjög gott og um hana segir prinsinn:

„Í fullri einlægni þá hefur hún alltaf verið náin okkur Vilhjálmi, heimurinn ætti að kenna í brjósti um hana og hennar stöðu en ekki okkur bræðurna.“

Ef marka má umsagnir Harry um stjúpu sína þá hefur hún staðið þétt við bakið á þeim bræðrum í gegnum tíðina og svo virðist sem þeir hafi fyrirgefið hennar þátt í skipbroti hjónabands foreldra þeirra.

Karl ríkisarfi og Kamilla eiginkona hans hafa tekið Meghan Markle nýbakaðri eiginkonu Harry's opnum örmum. Fréttablaðið/Getty

Ástarsaga Karls Bretaprins og Kamillu á sér langa sögu líkt og frægt er. Prinsinn hætti aldrei að aldrei að elska hana þrátt fyrir hjónaband hans og Díönu. Karl og Kamilla gengu loks í hjónaband árið 2005. Karl ríkisarfi verður 70 ára í nóvember en Kamilla er 71 árs.

„Hún hefur verið svo lengi hluti af lífi föður okkar, og við sjáum hvað hún gerir hann hamingjusamann og það skiptir öllu máli.“  Ævisöguritarinn Angela Levina, segir Harry eiga auðvelt með að sjá hlutina með annarra augum, eiginleika sem hann hafi þjálfað með sér frá barnsaldri og það votti ekki fyrir gremju né andúð í garð Kamillu, þvert á móti.

Ævisagan mun án efa seljast í bílförmum, margt af því sem fram kemur hefur ekki birst áður á prenti

„Harry er margslunginn og vandaður ungur maður sem hefur erft sjarma móður sinnar. Hann er staðráðinn í að skilja eftir sig eftirminnileg spor á vettvangi sem máli skiptir, líkt og móðir hans heitin gerði svo einlæglega,“- segir Angela Levina um prinsinn og væntanlega arfleið hans. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Meghan sagði já og Harry táraðist

Bretland

Konungs­fjöl­skyldan birtir brúð­kaups­myndirnar

Lífið

Taka almúgann fram yfir stjórnmálamenn

Auglýsing

Nýjast

Efna til hand­rita­sam­keppni fyrir hljóð­bækur

Léttum fólki lífið

Dorma býður frábært úrval fermingarrúma

Bræður geðhjálpast að

Hreyfiafl þarf til að knýja mann áfram

Reyndi að komast um borð í flugvél nakinn

Auglýsing