Faðir Meg­han Mark­le segir í við­tali við Channel 5 sjónvarpsstöðina í Bret­landi að með á­kvörðun hennar og Harrys að yfir­gefa konungs­fjöl­skylduna láti Meghan og Harry krúnuna líta út „eins og Wal Mart með kórónu,“ og vísar þar til banda­ríska stór­markaðarins.

„Þegar þau giftust skuld­bundu þau sig konungs­fjöl­skyldunni,“ sagði faðir Meghan, Thomas Mark­le. Hann sagði bresku konungs­fjöl­skylduna eina elstu og virtustu stofnun í heiminum og það væri illa gert af þeim að yfir­gefa hana.

„Þau eru að eyði­leggja hana, lítil­lækka hana og gera hana ó­merki­lega,“ hélt hann á­fram og sagði að hjónin væru „týndar sálir.“

Sam­band feðginanna hefur verið storma­samt undan­farin ár og meðal annars missti hann af brúð­kaupi Meg­han og Harrys og er sagt að þau hafi ekki talast við síðan. Ekki er víst að við­talið muni hjálpa til við að laga sam­band þeirra.