Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg í Þýskalandi, skellti sér í góðra vina hópi á tónleika með tónlistarkonunni Jesse J á Hamburg í kvöld.

Sara hefur birt allnokkur stutt myndbönd frá kvöldinu á Instagram-reikningi sínum. Í síðasta myndbrotinu má sjá þar sem Sara stendur í tröppum við sætaröðina og kallast á við söngkonuna.

„Sara!“ kallar hún hátt.

Jesse svarar: „Hvað segirðu?“

„Sara!!“ kallar hún þá aftur til söngkonunnar og veifar, áður en Jesse kallar nafnið hennar á móti.

Fréttablaðinu er ekki kunnugt um þá röð atburða sem leiddu til þessarar senu en ljóst má vera að þær vinkonurnar skemmtu sér konunglega.