Ó­nefnd blaða­kona í Euro­vision blaða­manna­höllinni við Expo höllina í Tel Alvv spurði sér­fræðinga að­dá­enda­síðunnar EUSCunited, þá Matt Fredericks og Zack Kerr að því í beinni út­sendingu á Youtu­be hvernig þeim þætti Ís­land og „viðrina­sýningin.“

Vakin er at­hygli á þessu á ís­lenska Face­book hópnum Júró­vi­sjón 2019 og er því mögu­lega velt upp hvort hér sé um að ræða sömu konu og stýrir blaða­manna­fundinum fyrir ísraelska ríkis­sjón­varpið KAN. Það hefur hins­vegar ekki fengist stað­fest en netverjar í hópnum eru gáttaðir á orðalaginu og þykir það meðal margra vera dónaskapur.

Um­rætt at­vik má sjá þegar rúmar þrjár klukku­stundir og 24 mínútur eru liðnar hér að neðan. „Sástu Ís­land? Viðrina sýninguna? Það var ógn­vekjandi“ sagði blaða­konan við Matt sem út­skýrði sam­visku­sam­lega fyrir henni að hann hefði séð at­riðið áður. Matt hefur raunar lýst því ítrekað yfir á eigin miðli hve mikið hann hrífst af atriði Hatara.

„Ekki vera eins og þessi, sýnið lista­mönnum virðingu,“ sagði Zack þá við á­horf­endur í beinni eftir að um­rædd blaða­kona hafði yfir­gefið þá.