Lífið

Kalla sig Bergljótu og Spilapúkana

„Þetta verður skemmtileg kvöldstund og Skyrgerðin er sérstakur staður sem minnir ögn á Iðnó."

Guðmundur, Bergljót og Leifur tengjast öll Suðurlandinu.

Við erum tríó og verðum með tónleika í Skyrgerðinni á Selfossi í kvöld,“ segir söngkonan Bergljót Arnalds. „Þeir sem spila með mér eru Guðmundur Eiríksson píanóleikari sem var í bandinu sem gerði „Oh, what a kiss“ frægt og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari. Þeir eru báðir Selfyssingar og við eigum það öll sameiginlegt að hafa farið í tónlistarnám í Danmörku á sínum tíma og hafa ættartengingu við svæðið fyrir austan fjall.“

Þau kalla sig Bergljótu og Spilapúkana og hefja leik klukkan 20.30. „Þetta verður skemmtileg kvöldstund og Skyrgerðin er sérstakur staður sem minnir ögn á Iðnó. Þar er yndislegur matur, frábærir kokkar og svo ætlum við að hafa fullt af hringborðum í salnum þar sem fólk getur þá notið þess að fá sér kokteil meðan við flytjum tónlistina,“ segir Bergljót sem er nýbúin gefa út disk með eigin lögum. Þau munu hljóma í Skyrgerðinni og líka þekkt lög Edit Piaf, Ellu Fitzgerald, Ellyjar Vilhjálms og fleiri. Tríóið lofar skemmtilegri kvöldstund með ljúfum tónum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Ragnar hjá Allt falt á aðeins þrjár spennitreyjur eftir

Lífið

Yngstur og þyngstur

Lífið

„Hvað í fjandanum er töng og hvernig lítur sogklukka út?“

Auglýsing

Nýjast

Lífið

189 milljóna króna hús í Þingholtunum

Lífið

Lítill prins kominn í heiminn

Lífið

Barns beðið í beinni

kynning

Innköllun á fæðubótarefninu NOW Ashwagandha 450mg.

Lífið

Katrín komin á fæðingardeildina

Lífið

Litla Ís­land í Slóvakíu

Auglýsing