Lífið

Kalla sig Bergljótu og Spilapúkana

„Þetta verður skemmtileg kvöldstund og Skyrgerðin er sérstakur staður sem minnir ögn á Iðnó."

Guðmundur, Bergljót og Leifur tengjast öll Suðurlandinu.

Við erum tríó og verðum með tónleika í Skyrgerðinni á Selfossi í kvöld,“ segir söngkonan Bergljót Arnalds. „Þeir sem spila með mér eru Guðmundur Eiríksson píanóleikari sem var í bandinu sem gerði „Oh, what a kiss“ frægt og Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari. Þeir eru báðir Selfyssingar og við eigum það öll sameiginlegt að hafa farið í tónlistarnám í Danmörku á sínum tíma og hafa ættartengingu við svæðið fyrir austan fjall.“

Þau kalla sig Bergljótu og Spilapúkana og hefja leik klukkan 20.30. „Þetta verður skemmtileg kvöldstund og Skyrgerðin er sérstakur staður sem minnir ögn á Iðnó. Þar er yndislegur matur, frábærir kokkar og svo ætlum við að hafa fullt af hringborðum í salnum þar sem fólk getur þá notið þess að fá sér kokteil meðan við flytjum tónlistina,“ segir Bergljót sem er nýbúin gefa út disk með eigin lögum. Þau munu hljóma í Skyrgerðinni og líka þekkt lög Edit Piaf, Ellu Fitzgerald, Ellyjar Vilhjálms og fleiri. Tríóið lofar skemmtilegri kvöldstund með ljúfum tónum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Menning

​Þór­dís nýtt Leik­skáld Borgar­leik­hússins

Lífið

„Lewis Hamilton dúfna“ selst á metfé

Lífið

Kit Har­ingt­on í ein­læg­u við­tal­i um lok Game of Thron­es

Auglýsing

Nýjast

Fólk verður ekki „full­orðið“ fyrr en á fer­tugs­aldri

Ræða hvað­a per­són­a mynd­i fylgj­a með á eyð­i­eyj­u

Bear Grylls í nýjum gagn­virkum þáttum á Net­flix

Raun­v­er­u­­leik­a­­stjarn­a hand­­tek­in fyr­ir fíkn­i­efn­a­vörsl­u

Um­ræðu­drullu­mall á Austur­velli

Fékk ekki frið frá gælu­dýrum ná­grannans

Auglýsing