Big Bang stjarnan Kal­ey Cu­oco er stödd hér á landi. Hún sást meðal annars á horninu á Skóla­vörðu­stíg og Lauga­vegi fyrr í dag við tökur.

Eftir því sem Frétta­blaðið kemst næst er um að ræða tökur á HBO þáttunum Flight Att­endant. Þar er Kal­ey í aðal­hlut­verki en um 50 manns voru staddir við tökurnar.

The Flight Attendant var sýnt á HBO Max og var fyrsta þáttaröð sýnd í nóvember í fyrra og fékk glimrandi dóma. Hún segir frá flugfreyjunni Cassie Bowden sem er alkóhólisti sem drekkur á meðan hún vinnur og sefur hjá hverjum sem hún vill, hvar sem hún vill. Hún vaknar einn morguninn í Bangkok með manni sem hefur verið skorinn á háls. Í staðinn fyrir að hringja á lögregluna þrífur hún vettvanginn og heldur aftur heim á leið.

Leikkonan hefur farið mikinn á Insta­gram og er greini­lega al­sæl á klakanum. Áður hafði hún rætt við People og sagst gríðarlega spennt fyrir komunni til landsins. Heim­sótti hún Domin­os á Skúla­götu og Aktu Taktu með vinum sínum í gær og hafði mikinn húmor fyrir öllu saman.

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram