Poppstjarnan og leikarinn Justin Timberlake og eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel hafa eignast sinn annað barn saman.

Timberlake staðfesti gleðifréttirnar í fjarviðtali í spjallþættinum The Ellen DeGeneres Show á dögunum en þátturinn fer í loftið vestanhafs í kvöld.

Hjónunum tókst vel að halda meðgöngunni leyndri en enginn vissi að Biel væri barnshafandi. DeGeneres var ein af þeim fáu fyrir utan nánustu fjölskyldu sem vissi af nýja erfingjanum.

Sonurinn hefur fengið nafnið Phineas en Timberlake sagði í samtali við Ellen að hann væri frábær og svo sætur. „Það sefur enginn á þessu heimili, en við erum skýjunum og gætum ekki verið hamingjusamari," sagði Timberlake

Parið sem giftist árið 2012 á fyrir saman einn son, Silas, sem er fæddur árið 2015.

Justin Timberlake og Silas, fimm ára: