Kanadíska popp­stjarnan Justin Bieber hefur verið lög­sóttur af ljós­myndaranum Robert Bar­bera fyrir að hafa notað ljós­mynd sem hann tók af honum og birt hana á Insta­gram, að því er E News greinir frá. Um­rædda mynd má sjá neðst í fréttinni.

Í dóms­skjölum sem miðillinn hefur undir höndum kemur fram að ljós­myndarinn sé rétt­hafi myndarinnar og megi þar með einn nota hana á slíkum miðlum. Noti aðrir hana þurfi þeir að fá sér­stakt leyfi frá Bar­bera. Bieber birti myndina þann 13. mars síðast­liðinn og má sjá hann í bíl á­samt vini sínum Rich Wil­ker­son.

„Bar­bera er höfundur ljós­myndarinnar og hefur allan tímann verið eig­andi alls réttar, verð­launa og tekna af myndinni,“ segir meðal annars í dóms­skjölum vegna málsins. Full­yrðir ljós­myndarinn að Bieber hafi ekki fengið neitt leyfi fyrir birtingu myndarinnar.

View this post on Instagram

Me and my guy @richwilkersonjr

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on