Popp­stjarnan Justin Bieber hæddist að söng­konunni Taylor Swift í nýju mynd­bandi sem eigin­konan hans, Hail­ey Bieber, tók af honum á Story svæðinu svo­kallaða. Mynd­bandið má sjá hér að neðan.

Popp­stjörnurnar tvær hafa í þó nokkurn tíma eldað saman grátt silfur en síðast­liðið sumar áttu þau í opin­berum net­deilum vegna um­boðs­mannsins Scoot­er Braun. Sakaði Taylor Swift hann um að vera ein­eltis­segg og kom Bieeber honum til varnar.

Í mynd­bandinu hermir Bieber eftir söng­konunni en í nýrri klippu sem birtist í þætti Jimmy Fallon má sjá hvar söng­konan, ný­komin úr augna­að­gerð, fær sér banana sem móðir hennar réttir henni.

„Þetta er ekki sá sem ég vildi,“ segir hún þá hálf grátandi, aug­ljós­lega lítil í sér og ný­komin úr að­gerð. Í mynd­bandi Hail­ey má sjá Justin Bieber herma eftir söng­konunni og kalla það ná­kvæm­lega sama til hennar, í hæðnis­legum tón.