Litháen

Lit­háar stíga fyrstir á svið þar sem Roop telur í partíið. Roop, líkt og Daði, voru full­trúar lands síns í fyrra og er aftur spáð vel­gengni. Það er ekki til­viljun að þeir hefja keppni því lagið Diskot­ech er líkt og snýtt út úr nösinni á hefð­bundnu Euro­vision-partílagi.

Slóvenía

Ana Soklic tekur við með lag sitt Amen fyrir Slóveníu. Það má hækka í bassanum í þessu lagi. Eldur og læti þegar c-kaf linn hljómar. Til­finninga­þrungið halle­lúja og tölu­verð gleði.

Rússland

Risarnir frá Rúss­landi koma þriðju á svið en síðustu árin hafa Rússar verið yfir­leitt ná­lægt toppnum. Í 20 til­raunum hafa Rússar endað í topp fimm alls níu sinnum þó þeir hafi bara unnið keppnina einu sinni.

Rússar fóru ekki sömu leið og Ís­land og slaufuðu kepp­endum sem áttu að keppa í fyrra. Þeirra í stað kemur Manizha, af tsjet­sjenskum ættum, semur lagið og textann og gerir eigin­lega allt sjálf. Það heyrist ein­mitt tsjet­sjenska í laginu. Þetta er óður til kvenna og ætti að fljúga upp úr undan­riðlinum.

E­very Russian Woman

needs to know,

You're strong enough

to bounce against the wall.

Svíþjóð

Svíar bjóða upp á Tousin Michael Chiza eða Tus­se með lagið sitt Voices. Tus­se er þekktur í heima­landinu og lagið er klassískt Euro­vision-lag með þögn, upp­hækkun og gleði.

Það má alveg dilla sér við þetta og lík­legt að börn fái Milli­on Voices-kaflann á heilann. Ein­hverjir hafa sagt að um sé að ræða slappasta lag Svía um ára­bil.

Ástralía

Ástralir eru í svipuðum málum og Svíar og ætla ekki að sigra í keppninni í ár.

Ástralir hafa hingað til verið þekktir fyrir ný­stár­leg lög og svið­setningu en lagið Technicolour með söng­konunni Monta­igne er þeirra hefð­bundnasta Euro­vision­lag til þessa. Bjargi svið­setning ekki laginu er ó­víst að það komist lengra.

Norður-Makedónía

Makedónum er spáð slæmu gengi og lítið hægt að segja um það lag.

Kýpur

Kýpur hefur sent eigin­lega sama lag síðan árið 2018, þegar Fu­ego kom, sá og sigraði næstum því.

Nú eiga þau að f ljúga á­fram með El Dia­blo sem Elena Tsa­grin­ou syngur um. Þetta er af hillu Fu­ego. Sjóð­heitt og takt­fast júró­popp­lag.

Mama mama cita, Tell me what to do. Lola lola loca, I’m breaking the ru­les. Þetta eru línur sem gætu heyrst í sumar.

Noregur

Tix með Fal­len Angel frá Noregi er spáð að eiga þokka­lega góðan séns. Andreas Haukeland er með tourette og líkir sér við ljóta andar­ungann.

Þarna eru vængir og sól­gler­augu með smá vind­vél. Frikki Dór myndi pott­þétt vinna keppnina ef hann kæmist með puttana í þetta lag.

Króatía

Króatar eru með Tic Tock sem ætti nú að fleyta þeim á­fram bara út af nafninu. Það eina sem fólk hefur á­hyggjur af er að röddin klikki á sviðinu.

En við­lagið er grípandi og það eru eldur og stuð á sviðinu. Al­vöru júró­lag.

Ísrael

Eden Alene er frá Ísrael og fæddist í Jerúsalem. Hún er ballerína en skipti út ballerínu­skónum fyrir míkró­fóninn. Takt­fast með fiðlu.

Þetta gæti skorað hátt og ætti að fljúga á­fram. Það er reyndar spurning hvort pólitíkin þvælist fyrir enda beinast augu heims­byggðarinnar að landinu og hernaðar­verkum þess.

Rúmenía

R­oxen frá Rúmeníu er með lagið Am­nesia. Lagið verður í bar­áttunni um að komast á­fram.

Við Ís­lendingar ættum að kjósa hana enda er R­oxen frá Cluj þar sem Rúnar Már Sigur­jóns­son spilar fót­bolta. Lagið vex í hlustun en kannski of seint.

Azerbaidsjan

Aserar eru einnig í bar­áttunni. Efendi er með lagið Mata Hari sem er Austur-Evrópa í tali og tónum. Dansinn er dá­leiðandi um mið­bik lagsins og þetta er hennar tæki­færi.

Var búin að reyna fimm sinnum að fara í Euro­vision. Minnir á Ari­önu Grande sem ætti að duga.

Úkraína

Go_A frá Úkraínu er spáð góðu gengi. Þetta er auð­vitað stór­furðu­legt lag en ein­hvern veginn virkar þetta.

Siyu, siyu, siyu, siyu konopelechky.

Siyu, siyu, siyu, siyu zelenesenki.

Syngið með.

Malta

Destiny frá Möltu er spáð sigri og ætti að fljúga á­fram. Hún vann Juni­or Euro­vision 2015 og hefur spreytt sig í Britain’s Got Talent.

Þetta er dans­vænt popp með svaka­legri rödd Destiny. Saxó­fónn og stuð hefur oft virkað með fín­legum handa­hreyfingum. Þetta er ein­fald­lega lag sem flýgur upp úr undan­keppninni.

Fréttablaðið spáir þessum löndum áfram:

Malta

Aserbaísjan

Svíþjóð

Litháen

Kýpur

Noregur

Króatía

Rússland

Úkraína

Rúmenía

Euro­vika á Kex með FÁ­SES

Í kvöld ætlar FÁ­SES-hópurinn að hittast og horfa saman á fyrri undan­keppni Euro­vision. Þar verður um sann­kallað smellu­þon að ræða og nóg af Fu­ego.

Á morgun verður bar­svar klukkan 20 þegar guð­spjalla­mennirnir Jóhannes Þór Skúla­son og Markús Þór­halls­son júró­spekúlantar spyrja fólk spjörunum úr.

Á fimmtu­dag mun Ei­ríkur Haf­dal spila júró­hittara og stýrir sam­söng. FÁ­SES ætlar einnig að ná tali af ís­lensku sendi­nefndinni beint frá Rotter­dam.

Föstu­daginn 21. maí verður Euro­vision karíókí að hætti FÁ­SES. Daníel Arnars­son heldur uppi stuðinu og sér til þess að vandað verði til laga­vals. Búninga­keppni fyrir þá allra hug­rökkustu.

Laugar­daginn 22. maí verður síðan sann­kölluð Euro­vision­há­tíð frá kl. 14 á Kex hosteli: Euro­vision Zumba með Flosa, DJ Gloria Hole, Selma Björns­dóttir og Eurobandið troða upp. Að sjálf­sögðu verður horft saman á úr­slitin og skálað – vonandi fyrir sigri Daða.