Lög Úlfars Viktors Björns­sonar í Söngva­keppninni, Betri Maður og Impossi­ble, skiluðu sér síðar en önnur lög á streymis­veituna Spoti­fy vegna mann­legra mis­taka. Úlfar greinir Euro­vision að­dá­endum frá þessu á Face­book hópnum Júróvisjón 2023.

Að­dá­endur keppninnar höfðu vakið at­hygli á þessu á um­ræðu­þræði um lögin sem birtust í fyrsta skiptið á netinu á laugar­dags­kvöld. Eins og áður verða tvær undan­keppnir þann 18. og 25. febrúar áður en aðal­keppnin fer fram þann 4. mars næst­komandi.

„Því miður fékk ég þær leiðin­legu fregnir eftir þáttinn á laugar­daginn að eitt­hvað hafði klúðrast með file-ana mína sem gerði það að verkum að lögin mín skiluðu sér ekki inn á Spoti­fy,“ skrifar Úlfar til Euro­vision að­dá­enda á Face­book.

„Eða eins og ég las hér að neðan þá var Impossi­ble að spila þau. Frekar frú­st­rerandi, en auð­vitað mann­leg mis­tök og bara á­fram gakk. Ég vildi bara láta vita að þau eru nú loksins að­gengi­leg á Spoti­fy og YouTu­be. Þetta ferli er búið að vera of­boðs­lega skemmti­legt og lær­dóms­ríkt og ég get ekki BEÐIÐ eftir að fá að sýna ykkur loka­út­komuna á sviðinu 25. febrúar. Hrika­lega lang­þráður draumur að rætast hjá fellow júró­nölla!“