Lífið

Julie Bowen á Íslandi

Banda­ríska leik­konan Juli­e Bowen er á Ís­landi. Hún er þekktust fyrir hlut­verk sitt sem Claire Dun­p­hy í sjón­varps­þátta­röðinni Modern Family.

Bowen hefur m.a. leikið í Modern Family og Boston Legal. Nordic Photos/ Getty

Bandaríska leikkonan Julie Bowen er stödd á Íslandi um þessar mundir. Hún birti mynd af sér með syni sínum á Fellsjökli í dag.

Bowen er líklega frægust fyrir að fara með hlutverk fjölskyldumóðurinnar Claire Dunphy í sjónvarpsþáttaröðinni Modern Family, sem hafa notið mikilla vinsælda hér á landi.

Hin 48 ára Bowen hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum á borð við Dawson's Creek, Lost og Boston Legal og kvikmyndunum Happy Gilmore og Horrible Bosses, svo eitthvað sé nefnt.

Í Instagram-færslu sinni biður hún að heilsa frá Fellsjökli og sendir hugheilar kveðjur til Los Angeles-fylki í Bandaríkjunum, þar sem hún er búsett, en mikil hitabylgja gengur nú yfir í fylkinu.

Bowen á þrjú börn með Scott nokkrum Phillips, en þau skildu í febrúar síðastliðin.

Greetings from Fellsjökull Glacier, Iceland !! (Sorry about the heat, L.A.)

A post shared by Julie Bowen (@itsjuliebowen) on

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Katrín Tanja selur miðbæjarslotið

Lífið

Fimmtugur forstjóri á fljúgandi ferð

Lífið

Katrín Tanja selur 70 milljóna króna íbúð í Skugganum

Auglýsing

Nýjast

Björn Leifsson veiddi „World Class“ fisk

Hrókurinn gerði gott gleði­mót á norður­hjara veraldar

Erfið barátta við krabbamein

Líkamsrækt og hlaup

tetesept á Íslandi

Áhrifarík meðferð við leggangaþurrki

Auglýsing