Vinir leikkonunnar Juliu Roberts hafa verulegar áhyggjur af holdafari hennar. Hún hefur lagt áberandi mikið af og er að þeirra sögn varla meira en 50 kíló, en leikkonan er 175 sentimetrar á hæð. Julia verður 51 árs í lok október.

Síðustu mánuði hefur hún æft af kappi sex daga vikunnar. Hún borðar lítið sem ekkert og ber augljós merki vannæringar. Þrálátar sögusagnir af hjónbandsvandræðum hennar hafa verið kreiki allt frá síðasta ári með tilheyrandi streitu og svefnleysi sem hefur síður en svo jákvæð áhrif á heilsuna.

Hún er beina­ber og hand­leggir og fót­leggir orðnir rýrir þrátt fyrir stífar æfingar. Á ný­legum myndum sem teknar voru af Juliu á kvik­mynda­há­tíðinni í Tor­onto síðustu helgi má glöggt sjá hversu grönn hún er orðin.