Leikara- og tónlistarparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eru um þessar mundir stödd í fríi á Suður-Ítalíu þar sem þau virðast eiga ljúfar stundir saman.

Þau fóru meðal annars á drauma eyjuna Capri, sem er rétt fyrir utan Napólí, Amalfi og rómantíska strandbæinn Sorrento svo eitthvað sé nefnt.

„Allir að lifa sínu besta lífi hér,“ skrifar Þórdís við mynd af unnustanum, sem situr um borð í bát.

Parið hefur verið saman í rúmt ár, en Júlí Heiðar fór á skeljarnar í maí á þessu ári.

Bæði eiga þau eitt barn úr fyrra sambandi og greint var frá því í nóvember á síðasta ári að þau hefðu saman fest kaup á eign við Sörlaskjól í Vesturbæ Reykjavíkur

Lífið virðist leika við Þórdísi og Júlí Heiðar.
Mynd/Skjáskot
Júlí lifir sínu besta lífi.
Mynd/Skjáskot
þórdís situr við tröppur dómkirkjunnar í Amalfi.
Mynd/Skjáskot
Fallegur strandbær.
Mynd/Skjáskot
Ómissandi að fá sér ítalskan gelato.
Mynd/Skjáskot
Þórdís elskar að vera á bát.
Mynd/Skjáskot