Leikararnir og tón­listar­fólkið Þór­dís Björk Þor­finns­dóttir og Júlí Heiðar Hall­dórs­son eru nýjasta par Ís­lands.

Þau voru saman í bekk á leik­listar­braut í Lista­há­skóla Ís­lands. Þau léku jafn­framt saman í leik­ritinu Vorið vaknar sem sett var á svið af Leik­fé­lagi Akur­eyrar á síðasta ári.

Þau hafa verið saman frá því sumar en Smart­land greindi fyrst frá. Bæði eiga þau sitt­hvor­an soninn úr fyrra sam­bandi.

Ljóst er að um er að ræða nýtt ofur­par, en Þór­dís hefur gert það gott undan­farin ár í leik­listinni og komið fram með hljóm­sveit sinni Reykja­víkur­dætrum.

Júlí Heiðar er með BA gráðu í leik­list frá LHÍ og MA gráðu í menningar­miðlun frá HÍ. Hann starfar nú sem sér­fræðingur á sviði fræðslu­mála hjá Arion banka en er ný­búinn að gefa út lagið Ástin heldur vöku.