Banda­ríska söng­konan Julee Cru­ise sem er þekktust fyrir sam­starf sitt við kvik­mynda­leik­stjórann David Lynch lést í gær, 65 ára að aldri.

Eigin­maður söng­konunnar, Edward Grinnan, til­kynnti um and­látið á Face­book og skrifaði:

„Hún hefur yfir­gefið þennan heim á sínum eigin for­sendum. Engin eftir­sjá. Hún er sátt … Ég spilaði lag hennar Roam á meðan á um­breytingunni stóð. Núna mun hún reika um að ei­lífu. Hvíldu í friði, ástin mín.“

Þekktasta lag Cru­ise er Falling sem samið var af Angelo Bada­la­menti og notað sem þemalag költ sjón­varps­þáttanna Twin Peaks.

Cru­ise kom einnig sjálf fram í upp­runa­legu Twin Peaks þáttunum frá 1990, fram­halds­myndinni Fire Walk With Me frá 1992 og endur­komu­þáttunum Twin Peaks: The Return frá 2017.

Söng­konan lýsti sam­starfi sínu við David Lynch í við­tali árið 2018:

„Það er eins og ég sé litla systir hans: Manni finnst ekki gaman að vera skipað til af eldri bróður sínum. David er spjátrungs­legur. Hann rekur stundum reiði­köst og hefurðu séð skapið á honum? Allir geta litið asna­lega út þegar þeir eru reiðir. En ég elska hann.“

Árið 2018 til­kynnti Cru­ise að hún hefði greinst með sjúk­dóminn lupus og kvaðst þjást af krónískum verkjum.