Jordan Peter­son, doktor í klínískri sál­fræði og prófessor við Há­skólann í Tor­onto, átti erfitt með að fela til­finningar sínar í við­tali við Pi­ers Morgan í þættinum Uncencor­ed sem sýndur var í gær.

Peter­son, sem kom til Ís­lands fyrr á þessu ári og hélt fjöl­sóttan fyrir­lestur, þykir nokkuð um­deildur fyrir kenningar sínar um eðlis­lægan mun kynjanna. Telja margir að hann höfði til karl­manna í kreppu sem eiga erfitt með að máta sig við kenningar nú­tíma femín­isma.

Pi­ers Morgan ræddi þetta meðal annars við hann og nokkuð harða gagn­rýni sem kom frá leik­konunni og leik­stjóranum Oli­viu Wild­e á dögunum. Í við­tali við Intervi­ew Magazine á dögunum sagði Wild­e að karakterinn Frank, sem Chris Pine túlkar í mynd hennar Don‘t Worry Darling, væri byggður á Peter­son.

„Karakterinn var byggður á þessum klikkaða manni, Jordan Peter­son, sem er ein­hvers konar kuklara­fræði­maður þeirra sem eru „incel“,“ sagði Wild­e en incel er stytting á „Involuntary Celi­bate“ sem er eins­konar ó­sjálf­viljugt skír­lífi. Wild­e gagn­rýndi Peter­son nokkuð harka­lega og í við­talinu var Peter­son spurður hvað honum fyndist um þessa gagn­rýni, að hann sé til dæmis sagður „klikkaður“.

Peter­son játaði því að ef­laust væri hann fyrir­mynd í augum margra ungra karl­manna sem Olivia vísaði til. Fólk hefði sótt fast að honum fyrir að tala til ungra karla og velti hann því fyrir sér hvað væri svona slæmt við það. Hann brotnaði svo niður og táraðist þegar hann sagði þeir sem eru jaðar­settir í sam­fé­laginu ættu rétt á að hafa ein­hvers konar tals­mann eins og hann.

Um gagn­rýnina sem kom frá Oli­viu sagði Peter­son að hún hefði verið fyrir neðan beltis­stað. Eftir að hann las um­mæli hennar kveðst hann hafa farið á netið og horft á stiklu fyrir myndina og hún hafi litið vel út. „Ég hugsaði með mér að þetta væri mynd sem ég myndi mögu­lega vilja horfa á. Og kannski á ég eftir að gera það.“