Ein af nýjustu sjón­varps­stjörnunum úr þáttunum Qu­eer Eye, gúrúið Jon­a­t­han Van Ness, var á dögunum í við­tali við Buzz­feed News á­samt Antoni Por­owski sem einnig er hluti af Qu­eer Eye teyminu. Þar opnaði hann sig meðal annars um einu um­breytinguna úr þáttunum sem hann hefur séð eftir.

Van Ness hefur öðlast heims­frægð í kjöl­far þáttanna sem sýndir voru í fyrsta skiptið á streymis­veitunni Net­flix í fyrra. Van Ness hefur meðal annars opnað sig um líf sitt með al­næmi og ber­skjaldar hann sig al­gjör­lega í ævi­sögu sinni sem vakið hefur heims­at­hygli.

Í þáttunum vinnur teymið að því að hjálpa mis­munandi ein­stak­lingum og kynna þau fyrir ýmsum mis­munandi líf­stílss­breytingum. Um­rædd um­breyting sem Jon­a­t­han tjáir sig um var í síðasta þætti annarrar seríu þegar hópurinn vann með Ted Terry að slíkri um­breytingu.

Terry þessi er bæjar­stjóri smá­bæjarins Clark­s­ton í Georgíu og hafði hann verið að safna skeggi síðan Donald Trump var kosinn for­seti. Í lok þáttarins hafði skeggið hins vegar verið látið fjúka og Van Ness rakað það af.

Í við­talinu gefur Van Ness í skyn að snúið hafi verið upp á hand­legg hans í málinu. „Ég verð hrein­skilinn, ég vildi aldrei taka þetta skegg af,“ segir hann. „Ég var mjög fylgjandi skegginu. Fylgjandi upp­reisnar skegginu. Það var klár­lega snúið upp á hand­legg minn í því.“

Umrætt atvik.
Fréttablaðið/Skjáskot