Lífið

Jón Viðar dásamar Ófærð: „Hvað vill fólk meira?“

Jón Viðar skrifar tvíræða færslu á Facebook um aðra þáttaröðina af Ófærð. Honum féll sú fyrri ekki í geð.

Jón Viðar er harðskeyttur gagnrýnandi. Fréttablaðið/E.Ól.

Leiklistargagnrýnandinn fer lofsamlegum orðum um nýju seríuna af Ófærð í færslu á Facebook, sem vart verður að teljast í hans anda. 

Í færslunni stiklar hann á stóru í söguþræðinum. „Þorgeir Tryggva er búinn að kveikja í Sólveigu Arnars, það er búið að myrða Góa og hengja hann upp á krók (og skera hann niður af króknum); slátra eitthvað um hundrað rollum á afar dramatískan hátt; svo er búið að binda Jóhönnu Vigdísi og hella yfir hana blóði (eða málningu), skjóta Hjört Jóhann og drepa leitarhund. Og allt þetta í fyrstu fjóru þáttunum. Hvað vill fólk eiginlega fá meira - segi ég nú bara?“ spyr hann.

Hann segir að aldrei sé hægt að gera sumum til hæfis og segist sjálfur bíða með sæluhrolli eftir „þeim ógurlegu mannlegu harmleikjum sem ég veit að Balti á eftir að gæða okkur á í næstu sex þáttum“.

Hann skorar á Balta (Baltasar Kormák leikstjóra) að hlusta ekki á fýlupokana. „Þeir eru bara öfundsjúkir út í þig og þola ekki hvað allt sem þú gerir er æðislegt.“

Þó Jón ausi þáttaröðina lofi nú, á sinn hátt, var sá hinn sami síður en svo ánægður með fyrstu seríuna. „Ef þessi þyngslagangur með öllum sínum undarlegu útúrdúrum (nú síðast snjóflóði framkölluðu af hálfæru gamalmenni) væri búinn til af einhverri annarri þjóð, en minni eigin ástkæru, hefði ég hætt eftir annan þátt,“ sagði hann meðal annars á Facebook á sínum tíma.

Sjálfsagt les hver færslu gagnrýnandans með sýnu nefi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Lífið

Qu­een og Adam Lambert koma fram á Óskarnum

Lífið

Punis­her og Jessi­ca Jones síðust úr Mar­vel af Net­flix

Matur

Dill missti einu ís­lensku Michelin-stjörnuna

Auglýsing

Nýjast

Skál! fær viður­kenningu frá Michelin

Smyrill á tólftu hæð: „Virtist alveg sama um okkur“

Forritið Tudder: „Eins og Tinder fyrir nautgripi“

Dásamlegar heimagerðar beyglur

Ás­dís Rán setur Söru Heimis stólinn fyrir dyrnar

Crowninn eins og elsta barnið

Auglýsing