Lista­maðurinn Jón Sæ­mundur Auðar­son opnar sýninguna Litandi, litandi, litandi á föstu­dag í Lista­sal Mos­fells­bæjar. Opnunin fer fram frá kl. 16-18 og mun Teitur Magnús­son spila lög af nýjustu plötu sinni.

Jón Sæ­mundur er kröftugur lista­maður sem er bæði þekktur í heimi mynd­listar og tón­listar. Við­fangs­efni verka hans á sýningunni eru andar en tengsl lífs, dauða og þess sem bíður handan dauðans hafa verið Jóni hug­leikin um langt skeið.

Fyrir tólf árum byrjaði Jón Sæ­mundur að mála anda á striga í upp­hafi hverra tón­leika með hljóm­sveit sinni Dead Skel­et­ons. Þetta gerði hann til að undir­búa sig and­lega og komast yfir sviðs­skrekk. Jón Sæ­mundur er enn að mála, ekki bara fyrir tón­leika, heldur hve­nær sem andinn kemur yfir hann.

„Anda­herinn á þessari sýningu virðist njóta stundar milli stríða og það er létt yfir þeim. Lit­ríkir, leikandi og allt að því sposkir á svip bera þeir skapara sínum vitni. Þeir bjóða okkur að taka lífinu ekki of al­var­lega,“ segir Jón um verkin.

Lista­salur Mos­fells­bæjar er opinn kl. 9-18 virka daga og 12-16 laugar­daga. Að­gangur er ó­keypis.

Eitt af verkum Jóns Sæmundar af sýningunni.
Mynd/Jón Sæmundur