Jon Ola Sand, fram­kvæmda­stjóri Euro­vision, skoðaði Kórinn og Egils­höll þegar hann var staddur hér á landi í vor en kappinn telur að Ís­land geti vel haldið keppnina komi til þess að landið sigri keppnina á ein­hverjum tíma­punkti. Skarp­héðinn Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri dag­skrár­deildar Ríkis­út­varpsins stað­festi þetta í við­tali í Reykja­vík síð­degis á Bylgjunni í dag.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er mikil eftir­vænting fyrir fram­lagi Hatara í ár og spá veð­bankar til að mynda að Ís­land muni að öllum líkindum vera í efstu fimm sætunum í ár og virðast flestir búast við góðu gengi Hatara í ár og mögu­lega sigri.

„Við erum með á­kveðið að­gerðar­plan sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang,“ segir Skarp­héðinn sem segir spurður að það væri á­byrgðar­leysi af hálfu RÚV að taka þátt ef ekki væri hægt að halda keppnina hér­lendis færi svo að Ís­land myndi vinna.

Hann segir að for­svars­menn RÚV hafi gert út­tekt á hús­næði sem nýta megi undir keppnina þegar tekið sé til­lit til tækni­legrar hliðra keppninnar. „Það er á­kveðið teymi sem fylgir keppninni sem sér til þess að lág­marks­tandard sé hafður þar sem keppnin er haldin,“ segir Skarp­héðinn.

„Þetta snýst eigin­lega frekar um rétta hús­næðið en tækni­legrar hindranir og við­ráðan­legra núna en það var fyrir nokkrum ára­tugum síðan,“ segir Skarp­héðinn og bendir til að mynda á þróun Söngva­keppninnar síðustu ár. „Það er minni munur á heildar­á­ferðinni núna.“

Sá klára mögu­leika í Hatara

Hann segir aug­ljósa kosti til að mynda vera Egils­höllina og Smárann en gera þurfi ráð fyrir ansi mörgu eins og til að mynda blaða­manna­höll.

„Þetta er svo­sem ekkert laununga­mál að Jon Ole Sand kom og heim­sótti okkur fyrr í vetur. Tengingin ekki bein kannski en við buðum honum vegna Söngva­keppninnar og hann þáði boðið. Að sjálf­sögðu notuðum við tæki­færið og könnuðum að­stæður með honum, Kórinn og Egils­höll og þessa staði og það var ekki að sjá á hans við­brögðum að hann mæti það sem svo að við gætum ekki haldið keppnina,“ segir Skarp­héðinn.

„Hann hreifst mjög af at­riðinu á úr­slitinu og var mjög á­huga­samur um að hitta þá Matthías og Klemens og hefur verið mjög spenntur fyrir því síðan þá og sá klára mögu­leika í þessu eins og svo margir aðrir.“