Jón Jóns­son, tón­listar­maður, og eigin­kona hans Haf­dís Björk Jóns­dóttir, tann­læknir, hafa nefnt son sinn. Jón greinir frá þessu í færslu á Insta­gram.

„Sig­ríður Sól, Jón Tryggvi og Mjöll eru af­skap­lega á­nægð með Frið­rik Nóa, bróður sinn, sem fæddist 3. maí,“ skrifar Jón við myndina.

Frið­rik Nói er fjórða barn þeirra hjóna en þau greindu frá því á jóla­dag að von væri á öðru barni á heimilið.

Frétta­blaðið greindi frá því á föstu­dag að Jón hefði sagt á tón­leikum sem hann hélt sama dag, að hann hefði beðið gestina að taka vel á móti Frið­riki Dór Jóns­syni, en þá birtist mynd af börnum hans, þar á meðal ný­fæddur sonur þeirra hjóna.

Engan Frið­rik Dór var að finna á sviðinu, margir fóru því að velta því fyrir sér hvort þau hefðu nefnt soninn Frið­rik Dór en svo virðist ekki vera. Frið­rik Nói heitir hann.