Lífið

Jón Mýr­­­dal sá sig í verki eftir Þránd: Missti and­litið

Veitinga­maðurinn Jón Mýr­dal segist hafa misst and­litið þegar hann sá sjálfan sig í mál­verki eftir Þránd Þórarins­son á sýningu lista­mannsins í Hannesar­holti.

Jón Mýrdal, veitingamaður á Messanum, vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann mætti á opnun málverkasýningar Þrándar Þórarinssonar í Hannesarholti á laugardaginn og horfðist þar í augu við sjálfan sig í einu verkanna.

„Ég missti bókstaflega andlitið og er bara ekki enn þá búinn að ná mér,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. „Við Þrándur erum vinir og hann hefur nú málað einhverja fleiri þarna sem hann kannast við en hann náði að halda þessu alveg leyndu fyrir mér.“

Sjá einnig: Þrándur afhjúpar Prins Póló í afmælisveislu

Á málverkinu stendur Jón fyrir framan verslunina Kjötborg, á milli þeirra Kjötborgarbræðra, Kristjáns og Gunnars Jónassona. „Ég bý náttúrlega við hliðina á Kjötborgarbræðrum. Þetta er mín kjörbúð og ég tala mikið um þá og dásama við vini mína,“ segir Jón.

Hann dregur hvergi úr því að honum finnist mikil upphefð að vera orðinn ódauðlegur í málverki eftir Þránd. „Heldur betur maður. Þetta er bara heitasti myndlistarmaður Íslands í dag.“

En þú hefur varla efni á að kaupa myndina?

„Ja, sko það stóð: „Þessi er handa þér Mýrdal fyrir að vera góður“ þannig að ég geri nú bara ráð fyrir að hann hafi gefið mér þetta. Það er líka eina leiðin fyrir mig til að eignast myndina. En reyndar held ég líka að þetta verði óseljanlegt. Hver myndi vilja eiga mynd af mér?“

Sjá einnig: Þrándi bannað að sýna nábrækur Bjarna Ben

„Þetta er ógeðslega skemmtileg og ég býð spenntur eftir að sýningunni ljúki og ég fái að hengja þetta upp. Þetta er samt dálítið skrýtið vegna þess að ég hefði náttúrlega aldrei spáð í því að hengja upp mynd af sjálfum mér. Það er svona meira kannski eitthvað sem einhverjir sjálfstæðispungar gera.“

Sjá einnig: Verk Þrándar rokseljast á afmælissýningunni

Í þessu tilfelli segir Jón þó að ekkert annað sé í boði. „Kannski ég láni bræðrunum hana samt og við skiptumst á að láta hana hanga í búðinni og hjá mér, viku og viku.“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Tíska

Allt sem þú þarft að vita um vortrendin í förðun

Lífið

Lopa­peysu­klám Ó­færðar heillar breskan rýni

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Auglýsing

Nýjast

Rómantík getur alveg verið nátt­föt og Net­flix

Átta glænýjar staðreyndir um svefn

Áhugamál sem vatt hressilega upp á sig

Móðir full­trúa Króatíu býr á Egils­stöðum

Hamfarir að bresta á!

Dansamman sveif um með jafn­aldra barna­barnsins

Auglýsing