Jón Gnarr, leikari og fyrr­verandi borgar­stjóri, segist nú loks vera kominn með annan fótinn út úr kófinu en hann greindist með Co­vid-19 í síðustu viku.

Jón hefur lýst veikindunum ítar­lega á sam­fé­lags­miðlum og var tals­vert veikur um helgina.

„Fjórði dagur í kóvíti. Vaknaði að­eins betri í hálsinum í morgun en enn með kvef og þennan al­­menna ó­­­mögu­­leika. Lyktar­­skynið hvarf í dag en enn­þá með bragð­­skyn. Hiti búinn að rokka á milli 37-37.5, ein­beiting lítil og ADHD í botni. Man ekki ein­­földustu hluti,“ sagði hann í gær.

Hann greindist með Co­vid síðasta fimmtu­dag og sagði um helgina í við­tali við mbl.is að lík­lega hefði hann smitast á ferð og flugi en fyrir rúmri viku síðan kom hann heim frá út­löndum.