Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson birti fallega mynd af eiginkonu sinni og tannlækninum, Hafdísi Jónsdóttir gefa yngsta syni þeirra brjóst og sendir henni þakklætiskveðju.

Við myndina skrifar Jón: „Dísa skvísa verður bráðum búin að gefa börnunum okkar brjóst í samtals þrjú og hálft ár. Elska hana og virði. Kærleikur til allra kvenna fyrir allt það sem þið leggið á ykkur.“

Parið er þessa daga statt í Amsterdam í Hollandi ásamt yngsta syni þeirra, Friðriki Nóa.

Hafdís að gefa brjóst í sólinni í Amsterdam.
Mynd/Skjáskot