Jón Gunnar Geirdal, eigandi Ysland, og Fjóla Katrín Steinsdóttir, sálfræðingur, giftu sig í gær eftir langa bið.

Parið ætlaði að gifta sig í september 2020 en vegna kórónuveirufaraldursins varð ekkert af því eins og hjá mörgum.

Jón Gunnar sagði í samtali við Vísi þá að allt hefði verið klárt fyrir stóra daginn. Þau hefðu verið búin að skipuleggja brúðkaupið í rúmt ár.

Í gær gekk allt upp og eru þau nú orðin hjón en þau eiga saman tvö börn. Fyrir á Jón Gunnar tvö börn úr fyrra sambandi.

Nýgift að ganga út úr Fríkirkjunni.
Skjáskot af Instagram