Í hugum flestra snúast jólin um hefðir. Jólavörurnar í IKEA í ár endurspegla það vel. Þær bera keim af fortíðarþrá og minna okkur á jólin í barnæsku, en fyrir börnum er þessi árstími sveipaður töfrum. Rauði liturinn er áberandi, en einnig blár og grænn – andstæðir og sterkir litir sem skera sig úr ásamt þjóðlegu skandinavísku mynstri. Jólaseríur og skrautljós eru að sjálfsögðu á sínum stað og jólastjörnurnar spila stórt hlutverk. Þegar kemur að skreytingum í ár leggjum við jafnframt áherslu á stílhreint skraut úr náttúrulegum efnivið; grænar greinar og gyllta tóna.

Jólavörurnar eru fjölbreyttar; gjafapokar, skraut, bökunarvörur og allt þar á milli. Einnig er komið í sölu skemmtilegt aðventudagatal sem hægt er að fylla með smágjöfum og nota aftur og aftur.

Kveikjum á klassísku jólalögunum, finnum jólabarnið innra með okkur og verjum tíma með okkar nánustu.

PH187640.jpg

Áhersla er á náttúrulegan efnivið eins og grænar greinar og gyllta tóna í bland við andstæða og sterka liti.

PH187641.jpg

PH187672.jpg

Rauði liturinn er áberandi, en einnig blár og grænn – andstæðir og sterkir litir sem skera sig úr ásamt þjóðlegu skandinavísku mynstri.

PH187670.jpg

PH187702.jpg

PH187756.jpg

PH187725.jpg

Jólakökuboxin njóta ávallt mikilla vinsælda og koma með jólin.

PH187727.jpg

PH187731.jpg

PH187742.jpg

PH187722.jpg

PH187694.jpg

Piparkökuhúsin er sveipuð töfrum, ilma svo vel og ljósbjarmi gerir þau enn fallegri.

PH187754.jpg

Jólabaksturinn er fastur liður og minnir á hefðir og siði bernskunnar.

PH187800.jpg

Meira segja grjónagrauturinn getur farið í fallegan jólabúningi.

PH187744.jpg