Kynningar

Jólaveisla í kyrrð og ró á Nauthól

Nauthóll Bistro býður upp á frábæran mat í fallegu, kyrrlátu og notalegu umhverfi við Nauthólsvík, rétt hjá kjarna höfuðborgarinnar. Þar verður byrjað að bjóða upp á jólamatseðil 22. nóvember.

Jólaljósin skína skært í kyrrðinni við Nauthól, sem stendur í faðmi náttúrunnar við Nauthólsvík. MYND/NAUTHÓLL

Jólastemningin á Nauthól Bistro er engu lík. Það er yndislegt að geta leitað í kyrrð og ró rétt fyrir utan kjarna höfuðborgarinnar og um miðjan nóvember, þegar myrkrið færist yfir, glitra jólaljósin sérlega skært í kyrrðinni við Nauthólsvík.

Jólamatseðillinn samanstendur af hefðbundnum jólaréttum í bland við framandi nýjungar. MYND/STEFÁN

„Nauthóll Bistro býður upp á íslenskan mat með norrænum hætti og er þekktur fyrir góðan mat og notalega stemningu úti við náttúruna. Við erum stödd í 101, en samt svolítið úti í sveit, þannig að hér er allt önnur stemning en niðri í bæ,“ segir Tómas Kristjánsson, einn eigenda Nauthóls. „Það er einstakt að geta komist úr kjarnanum og látunum yfir í rólegheit án þess að fara langt. Á jólatímanum umlykur myrkrið staðinn og það verður mjög notalegt að sitja hjá okkur við kertaljós og borða góðan mat. Það losar um jólastressið.“

Nauthóll Bistro býður upp á íslenskan mat með norrænum hætti og er þekktur fyrir góðan mat og notalega stemningu. MYND/STEFÁN

Nauthóll býður upp á sérstakan jólamatseðil frá 22. nóvember, bæði fyrir bröns, hádegismat og kvöldmat. „Jólamatseðillinn samanstendur af hefðbundnum jólaréttum í bland við framandi nýjungar og að sjálfsögðu sjá matreiðslumenn okkar til þess að maturinn sé í hæsta gæðaflokki,“ segir Tómas. „Það verður hægt að velja um þriggja rétta jólaveislu í hádeginu og fjögurra rétta veislu á kvöldin. Jólabrönsinn verður svo í boði um helgar frá 24. nóvember fram að jólum og hann er aðeins léttari og einfaldari en veislurnar.

Nauthóll býður upp á jólaveislur í hádeginu og á kvöldin og jólabröns á morgnana um helgar. MYND/NAUTHÓLL

Við bjóðum líka upp á sal fyrir um 50 til 120 manns sem hópar geta leigt. Þá fær hópurinn næði og getur nýtt aðstöðuna sem er á svæðinu, til dæmis til að krydda samkomuna með skemmtidagskrá, ræðum eða öðru, en við höfum ræðupúlt, hljóðkerfi og annað slíkt,“ segir Tómas. „Salurinn hentar fjölbreyttum hópum, hvort sem það er í hádeginu eða á kvöldin.“

-------------------------------------

Allar nánari upplýsingar má finna á http://www.nautholl.is/jolin-2018/

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

„Finnst eins og ég sé að finna mig aftur“

Kynningar

Námskeið við allra hæfi

Kynningar

Heilsuvörur úr hafinu

Auglýsing

Nýjast

Friðrik Ómar fyrstur og Hatari síðastur

Eins og að klífa hæstu tinda heims

Margt er gott að glíma við

Konudagurinn, dagurinn hennar!

Leið eins og elti­hrelli

Freistandi konudagsréttir

Auglýsing