Kynningar

Jólaveisla í kyrrð og ró á Nauthól

Nauthóll Bistro býður upp á frábæran mat í fallegu, kyrrlátu og notalegu umhverfi við Nauthólsvík, rétt hjá kjarna höfuðborgarinnar. Þar verður byrjað að bjóða upp á jólamatseðil 22. nóvember.

Jólaljósin skína skært í kyrrðinni við Nauthól, sem stendur í faðmi náttúrunnar við Nauthólsvík. MYND/NAUTHÓLL

Jólastemningin á Nauthól Bistro er engu lík. Það er yndislegt að geta leitað í kyrrð og ró rétt fyrir utan kjarna höfuðborgarinnar og um miðjan nóvember, þegar myrkrið færist yfir, glitra jólaljósin sérlega skært í kyrrðinni við Nauthólsvík.

Jólamatseðillinn samanstendur af hefðbundnum jólaréttum í bland við framandi nýjungar. MYND/STEFÁN

„Nauthóll Bistro býður upp á íslenskan mat með norrænum hætti og er þekktur fyrir góðan mat og notalega stemningu úti við náttúruna. Við erum stödd í 101, en samt svolítið úti í sveit, þannig að hér er allt önnur stemning en niðri í bæ,“ segir Tómas Kristjánsson, einn eigenda Nauthóls. „Það er einstakt að geta komist úr kjarnanum og látunum yfir í rólegheit án þess að fara langt. Á jólatímanum umlykur myrkrið staðinn og það verður mjög notalegt að sitja hjá okkur við kertaljós og borða góðan mat. Það losar um jólastressið.“

Nauthóll Bistro býður upp á íslenskan mat með norrænum hætti og er þekktur fyrir góðan mat og notalega stemningu. MYND/STEFÁN

Nauthóll býður upp á sérstakan jólamatseðil frá 22. nóvember, bæði fyrir bröns, hádegismat og kvöldmat. „Jólamatseðillinn samanstendur af hefðbundnum jólaréttum í bland við framandi nýjungar og að sjálfsögðu sjá matreiðslumenn okkar til þess að maturinn sé í hæsta gæðaflokki,“ segir Tómas. „Það verður hægt að velja um þriggja rétta jólaveislu í hádeginu og fjögurra rétta veislu á kvöldin. Jólabrönsinn verður svo í boði um helgar frá 24. nóvember fram að jólum og hann er aðeins léttari og einfaldari en veislurnar.

Nauthóll býður upp á jólaveislur í hádeginu og á kvöldin og jólabröns á morgnana um helgar. MYND/NAUTHÓLL

Við bjóðum líka upp á sal fyrir um 50 til 120 manns sem hópar geta leigt. Þá fær hópurinn næði og getur nýtt aðstöðuna sem er á svæðinu, til dæmis til að krydda samkomuna með skemmtidagskrá, ræðum eða öðru, en við höfum ræðupúlt, hljóðkerfi og annað slíkt,“ segir Tómas. „Salurinn hentar fjölbreyttum hópum, hvort sem það er í hádeginu eða á kvöldin.“

-------------------------------------

Allar nánari upplýsingar má finna á http://www.nautholl.is/jolin-2018/

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kynningar

Gjöf sem heldur áfram að gefa

Kynningar

Glitur og glamúr hjá Rítu fyrir jólin

Kynningar

BÓEL – töff og smart verslun í miðbænum

Auglýsing

Nýjast

Brellur og auka­per­­­sónur skyggja á Heru Hilmars

Beyoncé tók lagið í indverskri veislu

„Ég hef grátbeðið hana að svara símanum“

Með heiftarlegt ofnæmi fyrir kulda

Bókar­kafli: Geð­veikt með köflum

Arna Ýr og Vignir fjölga mann­kyninu

Auglýsing