Eigendur staðarins, Sólveig Edda Bjarnadóttir og Kári Þorsteinsson byrjuðu jólavertíðina á Nielsen í fyrra með hvelli þegar þau fengu Marentzu Poulsen til að setja saman glæsilegan jólasmurbrauðsseðil á danska vísu upp í samvinnu við Nielsen. Þau ákváðu að endurtaka leikinn aftur nú í ár og viðtökurnar hafi verið fram úr björtustu vonum.

FBL Albert Eiríksson & Marentza Poulsen 1.jpeg

Albert Eiríksson í góðum félagsskap með Marentzu Poulsen smurbrauðsdrottningu okkar landsmanna á Nielsen. Ljósmyndir/Albert Eiríksson.

„Það má með sanni segja jólamatseðill Nielsen sé undir sterkum áhrifum Marentzu Poulsen sem stóð vaktina í eldhúsinu. Hefðin fyrir smurbrauði kemur frá Skandinavíu en er hvað sterkust í Danmörku. Þar er smurbrauð borðað jafnt sem hversdagsmatur og til hátíðabrigða. Ýmsar útgáfur af smurbrauðinu hafa litið dagsins ljós og er útlit smurbrauðsins ekki síður mikilvægur hluti af heildarupplifuninni,“segir Albert sem var upphrifinn eftir matarupplifun kvöldsins.

Albert segir að það megi vel mæla með jólaseðli á Nielsen á Egilsstöðum. VISIT AUSTURLAND. Hægt er að lesa færsluna hans Alberts hér.

Hér má sjá brot af því sem í boði er:

FBL Smurbrauð með reyktri andabringu.jpeg

Jólalegt smurbrauð með reyktri andabringu.

FBL Sælkera bakki að hætti frú Poulsen .jpeg

Grafin gæs, lifrarkæfa frú Poulsen, tvíreykt hangikjöt, hráskinkur, Feykir (+24 mán), Brúnó (geitaostur), piparrótarsalat, rauðlaukssulta, pikkluð sinnepsfræ.

FBL Jólasíldin.jpeg

Jólasíldin með jólalegu meðlæti.

FBL Rauðspretta með brúnuðu smjöri og remúlaði.jpeg

Rauðspretta með brúnuðu smjöri og remúlaði.

Æbleskiver með súkkulaðisaltkaramellu 1.jpeg

Æbleskiver með súkkulaðisaltkaramellu.

FBL Marentza með fallegt og jólalegt smurbrauð.jpeg

Marentza galdraði fram einstaklega glæsileg og jólaleg smurbrauð.