Listakonurnar fimm, Guðný Hafsteinsdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Guðný M. Magnúsdóttir, Dagný Gylfadóttir og Embla Sigurgeirsdóttir, hönnuðu jólakúlurnar og fóru með þær í Grasagarðinn í Laugardal þar sem þær skreyttu með þessum fallegu íslensku kúlum. Listrænt handbragð þeirra fékk að geisla úti í náttúrunni.

„Hugmyndin um að skreyta tré úti í náttúrunni vaknaði í spjalli á fundi hjá okkur. Í fyrstu ætluðum við bara að gera þetta fyrir heimasíðuna okkar en svo kom löngunin að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og setja afrakstur vinnu okkar á tré í Laugardal. Okkur þótti ekki verra að komast í jólablaðið með þetta,“ segir Guðný í samtali við Fréttablaðið en hún hlaut Skúlaverðlaunin á fimmtudag fyrir jólakúluna sína á Ráðhúsmarkaðinum.

Átta konur reka Kaolin á Skólavörðustíg 5 en það varð tíu ára í fyrra. Þær skiptast á að standa vaktina og geta um leið kynnst viðskiptavinum sínum. „Við getum sagt frá hlutunum okkar án nokkurra milliliða,“ segir Guðný.

Jólakúlurnar fást hjá þeim stelpum í galleríinu og þar er hægt að skoða úrvalið.

Verðlaunakúla. Jólakúla Guðnýjar nefnist YOLO og er svolítið eins og landakort með rauf fyrir bandið.
Jólakúla Katrínar. „Verkin mín eru brennd í holu eða tunnu með lifandi eldi og stuðst við brennsluaðferðir fornaldar.
Jólakúla sem eru eins og demantar eftir Emblu Sigurgeirs. „Hugmyndin að þeim þróaðist út frá skartgripum sem hún hefur verið að gera en þetta eru eins konar jóla demantar.“
Snjókúla nefnist gripur Guðnýjar Magnúsdóttur. “Hvítar kúlur með götum eru eins konar tilbrigði við snjóinn og veturinn.”
Jólakúla sem eru eins og demantar eftir Emblu Sigurgeirs. “Hugmyndin að þeim þróaðist út frá skartgripum sem hún hefur verið að gera en þetta eru eins konar jóla demantar.”