Fjöl­margir voru við­staddir á Lækjar­torgi í dag til þess að sjá jóla­köttinn lýstan upp í annað sinn en Reykja­víkur­borg streymdi frá við­burðinum á Face­book síðu sinni. Kötturinn er um fimm metrar á hæð og sex metrar á breidd og var í fyrsta sinn settur upp í fyrra.

Barna­kórinn Gradu­ale Fu­turi söng jóla­lög, meðal annars um köttinn fræga, í til­efni dagsins og fékk Dagur B. Eggerts­son borgar­stjóri hjálp við­staddra til að kveikja á kettinum sem er lýstur upp með 6500 led ljósum.

„Börnin voru mjög hrifin af upp­lýstum jóla­kettinum sem er víga­legur með rauð­skotin augu og virðist fátt fara fram hjá honum,“ segir í til­kynningu um málið. Þá voru þau Grýla og Leppa­lúði einnig við­stödd en þau vilja meina að jóla­kötturinn sé þeirra.

Hönnun jóla­kattarins er sam­starf Reykja­víkur­borgar, MK-illumination í Austur­ríki og fyrir­tækisins Garð­list en hann kostaði 4,4 milljónir íslenskra króna. Hann mun standa á Lækjar­torgi fram yfir ára­mót.

Posted by Reykjavíkurborg on Saturday, November 16, 2019