Jólahlaðborðin hjá okkur í Ingólfsskála hafa verið afar vinsæl, enda hafa þau spurst mjög vel út. Í ár ætlum við að hafa stemninguna á jólahlaðborðinu í léttari kantinum og bjóða upp á lifandi tónlist að loknu borðhaldi. Tónlistarfólk úr héraðinu mun sjá um að skemmta gestum og halda uppi stuði,“ segir Gunnar Björnsson, einn eigenda Ingólfsskála.

Ingólfsskáli er fjölskyldurekinn veitingastaður sem hefur boðið gestum sínum upp á úrvals veitingar og þjónustu allt frá árinu 1998. „Við sérhæfum okkur í að taka á móti hópum af öllum stærðum og gerðum fyrir öll tilefni, hvort sem er fyrir jólahlaðborð, árshátíðir, afmælisveislur, brúðkaup eða erfisdrykkjur. Við leggjum mikla áherslu á bragðmiklar máltíðir sem gera norrænum hefðum og íslensku gæðahráefni hátt undir höfði. Lambakjötið góða hefur lengi verið okkar aðalsmerki,“ segir Gunnar en hann tók við rekstrinum af foreldrum sínum fyrir þremur árum.

Falin perla

Kvöldstund í Ingólfsskála er sannarlega einstök upplifun, enda á skálinn engan sinn líka hér á landi. Ingólfsskáli er nefndur í höfuðið á landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni. Hann er staðsettur við rætur Ingólfsfjalls í rétt um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

„Við heyrum oft að staðurinn sé falin perla. Skálinn er reistur í anda þeirra híbýla sem landnemar byggðu hér fyrr á öldum. Segja má að hann sé glæsilegur minnisvarði um forna tíma,“ nefnir Gunnar.

Víkingaskálinn tekur um 230-250 manns í sæti og fer vel um alla. „Við bjóðum líka upp á þann möguleika að opna inn í hliðarsali sem taka allt að 180 manns til viðbótar í sæti. Ingólfsskáli hentar því sérlega vel fyrir jólahlaðborð stærri sem smærri fyrirtækja,“ upplýsir Gunnar.

lalegar kræsingar

Á jólahlaðborðinu er að finna hinar ýmsu kræsingar sem koma bragðlaukunum af stað. Í forrétt er m.a. hreindýrapaté með hindberjavinagrette, hreindýrabollur með gráðaostasósu, grafinn lax, sítrusmaríneraður lax og gómsæt síld. „Í aðalrétt eru m.a. steiktar andarbringur, hægeldað nautaprime með nautagljáa, hamborgarhyggur með karamellugljáa, purusteik með stökkri puru og svo er volg súkkulaðikaka, ris à l’amande og konfekt og smákökur í eftirrétt,“ segir Gunnar.

Hann segir mikið um að starfsmannahópar af höfuðborgarsvæðinu og úr nágrannabyggðum leggi leið sína á jólahlaðborð í Ingólfsskála, enda stutt að fara. Hann leggur áherslu á að einstaklingar og vinahópar séu auðvitað líka velkomnir.

„Starfsfólk Ingólfsskála sér síðan um að veita gestum okkar framúrskarandi þjónustu í eftirminnilegu og einstöku umhverfi,“ segir Gunnar að lokum.

Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.ingolfsskali.is