Kynlífstæki

Jóladagatalið frá kynlífstækjaversluninni Blush hefur verið afar vinsælt síðastliðin ár og hafa selst upp á met hraða.

Í dagatalinu í ár leynast ýmsar veglegar vörur frá þekktum framleiðindem sem henta einstaklingum og pörum af öllum kynjum.

Dagatölin frá Blush hafa notið mikilla vinsælda meðal viðskiptavina.
Fréttablaðið/Skjáskot

Kynlífstækjaverslunin Hermosa býður upp á tvö jóladagatöl, Premium og Classic.

Premium dagatalið er dýrara ásamt því að fleiri vörur leynast því, eða 29 stykki og 25 stykki í classic.
Dagatölin eru þó bæði full af flottum vörum fyrir öll kyn, paraleikföng og nausynlega aukahluti til að gera kynlífið enn betra og fjölbreyttara.

Tvö jóladagatöl eru til sölu frá kynlífstækjaverslun Hermosa.
Fréttablaðið/Skjáskot

Drykkir

Kaffi frá Nespresso

Nespresso dagatalið er hannað af Pierre Hermé. Í því má finna tuttugu og fjögur kaffihylki sem hægt er að njóta á hverjum morgni fram að jólum ásamt einni óvæntri gjöf.

Óvænt gjöf fylgir með í dagatalinu frá Nespresso.
Fréttablaðið/Skjáskot

Te frá Yogi

Á köldum kvöldum í desember er ekkert betra en að njóta te-bolla uppi í sófa og horfa á góða jólamynd.

Te frá Yogi.
Fréttablaðið/Skjáskot

Bjór frá íslenskum framleiðendum

Bjórland hefur sett saman dagatal sem inniheldur tuttugu og fjóra hágæða íslenskt handverksöl frá öllum helstu íslensku smábrugghúsunum sérhönnuðum pakka.

„Fjöldinn allur íslenskra handverksbrugghúsa brugguðu þessa 24 skammta fyrir dagatalið. Ástin og jólastemmningin réði ríkjum við gerð alls þessa bjórs og við hjá Bjórlandi ábyrgjumst að hin þjóðlegu bjórlensku systkin, Stútur, Gerskefill, Kollukrækja, Ölkrækja, Bruggaraskelfir, Dósasleikja, Mjaðarsníkja, Bjórsvelgur, Kranasuga, Krúsahvolfir, Humlaþefja, Skyrsúr og Grugggæi höfðu persónulega yfirsjón með framleiðslu hvers einasta dagatals – Í anda allavega.“

Íslenskur bjór fram að jólum.
Fréttablaðið/Skjáskot

Snyrtivörur

25 gluggar í dagatali Nola

Jóladagatal Nola er afar veglegt í ár þar sem margar vörur eru í fullri stærð.

„Dagatalið er gert frá grunni af okkur. Við teiknum upp dagatalið og setjum í framleiðslu. Svo erum við marga mánuði að semja við okkar birgja um vörur í dagatalið, hvort þeir eigi ákveðnar vörur í x magni og sjá til þess að vörurnar passi í gluggana. Þá er að bíða eftir vörunum frá mismunandi birgjum. Þegar allt er komið í hús fer okkar frábæra starfsfólk á fullt í að pakka saman dagatölum og raða vörum í. Þetta eru mjög skemmtilegar kvöldstundir hjá okkur þar sem við setjum okkur í jólasveinahlutverk,“ segr í lýsingu um dagatalið.

Nola gerði bónus glugga í samtarfi við Te & Kaffi og eru því 25 gluggar í dagatalinu.
Fréttablaðið/Skjáskot

Snyrtivörur fyrir jólin

Snyrtivörudagatalið frá Avon inniheldur fjölda förðunar- húð og líkamsumhirðuvara sem hafa verið sett í afar hátíðlegan pakka. þar má nefna ilmvatn, naglalakk, varalit, maskara, fótaolíu og grímu með leir.

Avon snyrtivörur.
Fréttablaðið/Skjáskot

Allt í hárið

Jóladagatalið frá Balmain inniheldur allt sem þarf í hárið fyrir jólin sem og fallegan gylltan spegil og ilmkerti.

Balmain snyrtivörur.
Fréttablaðið/Skjáskot

Lífrænar húðvörur

DR. Hauschka dagatalið inniheldur alls kyns húðvörur sem henta vel með kólnandi veðri. Handaáburður, hreinsikrem, andlitskrem og líkamsolía svo eitthvað sé nefnt.

Fréttablaðið/Skjáskot

Naglalökk

Í jóladagataliEssie má finna fjölda lita af naglalökkum sem og aðrar naglavörur sem hentar einstaklega vel fyrir hátíðirnar.

Naglalökk.
Fréttablaðið/Skjáskot

Skartgripir

Skart fyrir jólin

SkartgripafyrirtækiðMy Letra hefur sett saman veglegt dagatal sem inniheldur tuttugu og fjóra skartgrip og er að verðmæti 95 þúsund króna.

Dagatalið er í takmörkuðu upplagi og verður ekki sýnt frá því hvaða skart má finna í dagatalinu.
Fréttablaðið/Skjáskot

Sælgæti

Lakkrís og súkkulaði í einni sæng

Danski lakkrís framleiðandinn Johan Bülow gefur árlega út veglegt jóladagatal með sínum bestu molum.

Danski lakkrísinn hefur notið mikilla vinsælda hér á landi.
Fréttablaðið/Skjáskot

Heimatilbúin jóladagatöl

Margir taka upp á því að útbúa heimgerð dagatöl sem felast í samveru, kaupa mismunandit tegudnir af bjór, falleg skilaboð fyrir hvern dag sem dæmi. Enginn er of fullorðinn til að opna glaðning á hverjum morgni fram að jólum.

Fréttablaðið/Getty Images
Fréttablaðið/Getty Images

Roayl Copenhagen

Danir eiga þann hátíðlega sið að gefa aðventugjafir. Danska postulínsfyrirtækið Royal Copenhagen hefur nú sett saman veglegt aðventudagatal sem inniheldur fjóra fallegahluti úr mismunandi línum. Ein úr Blue Element línunni, Blue Fluted Plain línunni, Blue Fluted Mega línunni og klassísku Princess línunni.

Dagatalið er til sölu hjá Epal og Kúnígúnd. Þá fjallaði Svana Lovísa Kjartansdóttir bloggari á Trendnet nánar um dagatalið og sögu hverrar línu yfir sig.

Saga Royal Copenhagen nær aftur til ársins 1775.
Fréttablaðið/Skjáskot